Nemendur í Vallaskóla á Selfossi fundu dauðan sel í Ölfusá í dag. Í fyrstu áttuðu þau sig ekki á hvað um var að ræða, en tveir nemendanna óðu út í og drógu hræið að landi. Frá þessu er greint á fréttavefnum sunnlenska.is
Fyrr á árinu sást til sels á sundi í flúðunum ofan við Ölfusárbrú, en talið er að hann hafi verið að elta sjóbirtingsgöngu upp ána.
Selurinn sem fannst í dag var steindauður og illa lyktandi. Talið er að um kvendýr hafi verið að ræða.