Fela sig á bak við AGS

Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason ræða …
Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason ræða við blaðamenn eftir ríkisstjórnarfund í gær. mbl.is/Jón Pétur

Ólöf Nor­dal, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að rík­is­stjórn­in sé ráðvillt og hafi eng­ar til­lög­ur fram að færa um skulda­vanda heim­ila og fyr­ir­tækja. Sjálf­stæðis­menn vilja lengja í lán­um og lækka þau um­tals­vert.

Tals­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar sögðu í umræðum um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra að stjórn­in hefði heitið Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum (AGS) því að nota ekki flat­an niður­skurð á lán­um sem eru að sliga marga, bæði heim­ili og fyr­ir­tæki.

„Ég hef haft á til­finn­ing­unni í lang­an tíma að rík­is­stjórn­in noti AGS sem skálka­skjól,“ seg­ir Ólöf. „Það er dá­lítið merki­legt að ráðherr­ar VG geri þetta og ég tek ekk­ert mark á þeim. Þetta hef­ur komið fram bæði hjá Ögmundi Jónas­syni, þegar hann hef­ur rætt um nauðung­ar­upp­boðin, og hjá Stein­grími J. Sig­fús­syni núna. En það geng­ur ekk­ert fyr­ir þessa ráðherra að fela sig á bak við ein­hverja aðra menn þegar kem­ur að því að leysa vanda Íslend­inga. Menn verða bara að hafa þrek til að taka á þeim vanda sem framund­an er. Ef rík­is­stjórn­in get­ur það ekki verður hún bara að fara frá,“ seg­ir Ólöf í Morg­un­blaðinu í dag.



Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert