Fengu ekki fundarboð

Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason eftir …
Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason eftir ríkisstjórnarfund í gær. mbl.is/Jón Pétur

For­menn stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna segj­ast ekki hafa fengið boð á fund með Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur og ráðherra­nefnd henn­ar en í Frétta­blaðinu í dag kem­ur fram að Jó­hanna hafi boðað þau til fund­ar klukk­an níu í morg­un. „Ég veit ekki hvort þau mæta, það verður að koma í ljós,“ seg­ir Jó­hanna í sam­tali við Frétta­blaðið.

Ólöf Nor­dal seg­ist hafa frétt af fund­in­um við blaðal­est­ur með morgunkaff­inu. „Ég var ekki boðuð á neinn fund. Ég veit ekki einu sinni hvar fund­ur­inn er.“

Ólöf seg­ir sjálf­stæðis­menn þó alltaf vera reiðubúna til að vinna að góðum mál­um. „Við verðum samt að hafa ein­hverja hug­mynd um það hvað rík­is­stjórn­in sér fyr­ir sér. Á meðan rík­is­stjórn­in vill ekki taka á mál­un­um í heild og setja þau í sam­hengi við þjóðfé­lagið í dag, þá er mjög erfitt við hana að tala.“

„Það er ekk­ert hægt að ætl­ast til þess að menn mæti bara á ein­hverja fundi sem þeir eru ekki boðaðir á og vita ekk­ert hvar eru,“ seg­ir Ólöf sem kveður Jó­hönnu hafa rætt það á fundi með stjórn­ar­and­stöðunni í gær að ein­hverj­ir ráðherr­ar ætluðu að hitt­ast í dag.

„Við sögðum að það væri for­gangs­atriði að fá að vita hvað rík­is­stjórn­in hyggst gera, hvernig allt sam­an verður gert. Fyrr get­ur stjórn­ar­andstaðan ekki komið að mál­um,“ seg­ir Ólöf og bæt­ir við: „Ég las það bara í Frétta­blaðinu í dag að við höf­um verið boðuð á ein­hvern fund og óvíst sé hvort við mæt­um. Ég hef ekki fengið boð á neinn fund og veit ekki einu sinni hvar hann er. Ef það á að boða mann á fundi með form­leg­um hætti þá er ágætt að fá að vita af því áður en maður vakn­ar, gott að vita líka hvert maður á að fara og hvað á að gera.“

Þór Sa­ari tek­ur í sama streng og kveðst hafa frétt af fund­in­um við blaðal­est­ur. „Frétta­blaðið er bara samt við sig oft. Það var laus­lega rætt á þess­um fundi með Jó­hönnu og Stein­grími í gær hvort ástæða væri til að funda aft­ur í dag og við ein­fald­lega töld­um svo ekki vera. Þau voru ekki með nein­ar nýj­ar til­lög­ur í þess­um vanda heim­ila og virt­ust ekki vera til­bú­in að breyta því. Það var ekki boðað til neins fund­ar,“ seg­ir Þór sem kveðst ekki einu sinni hafa mætt á fund­inn þó hann hefði fengið form­legt boð.

  „Það er voða gam­an að hitta þetta fólk og drekka með því kaffi en það er bara tíma­sóun þegar svona er. Í gær lögðu þau fram blað sem á stóð stýr­ir­hóp­ur eitt, stýr­ir­hóp­ur tvö, und­ir­hóp­ur A, und­ir­hóp­ur B o.s.frv. Þetta var bara al­ger þvæla og póli­tísk sýnd­ar­mennska.“

Ekki náðist í Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, formann Fram­sókn­ar­flokks­ins, við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert