Mark Flanagan er hættur sem yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi en hann mun nú snúa sér að málum Grikklands. Julie Kozack hefur tekið við sem yfirmaður sendinefndarinnar.
Þetta kemur fram í viðtali við Flanagan sem er birt á vef AGS. Hann segir margt hafa áunnist hérlendis undanfarin tvö ár en bendir á að verkinu sé hvergi nærri lokið.
Hann kveðst vera þeirrar skoðunar að Íslendingar muni komast í gegnum þessa erfiðleika líkt og þeir hafi sýnt og sannað í gegnum tíðina.