Hrafn réðist á barn

Krummi getur orðið aðgangsharður.
Krummi getur orðið aðgangsharður.

Árásgjarn hrafn var aflífaður á Akranesi í gær eftir að hann hafði ítrekað ráðist á hund og barn við heimili í Grundarhverfi. Kemur þetta fram á vef Skessuhorns.

„Við bendum fólki á að vara sig á hröfnum sem flýja ekki undan mannfólkinu. Þessi var einstaklega árásargjarn,“ sagði húsmóðir í samtali sem birt er á vef Skessuhorns en hún var ein heima með barn sitt þegar lætin hófust. Heimilisfaðirinn var kallaður heim og síðan var haft samband við Náttúrufræðistofnun sem gaf heimild til aflífunar fuglsins.

„Hrafninn mætti á pallinn hjá okkur. Dóttir okkar var úti með hundinn, sem er þriggja mánaða hvolpur. Hrafninn stóð á pallveggnum og mændi á þau. Hún var að beygja sig niður til að ná í spýtu fyrir hundinn, sem var hálfpartinn undir henni, þegar hrafninn réðist á hana og reyndi að grípa í bakið á henni. Barnið varð skelfingu lostið, öskraði og hljóp inn með hundinn á eftir sér. Ef ég hefði ekki náð að loka hurðinni þá hefði hrafninn komið inn á eftir þeim. Þetta kvikindi hékk svo gargandi á pallinum heillengi og þvílík vonska í honum!Maðurinn minn kom heim og fór út á pall og þar var hrafninn enn,“ sagði húsmóðirin við Skessuhorn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka