Kaupleigurétt á eignir við lokasölu

Jóhanna Sigurðarsdóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðarsdóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Staðan er sú að fólk með meðaltekjur getur ekki staðið undir afborgunum af venjulegu húsnæði, þannig að við þurfum að auka valkosti, taka upp kaupleigukerfi og ég tel að skoða þurfi hvort hægt sé að koma kaupleigurétt á þær íbúðir sem komnar eru að nauðungasölu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Hún telur mikilvægt að ná breiðri samstöðu um úrræði til bjargar heimilum í vanda.

Jóhanna segir ýmislegt til skoðunar til viðbótar við þær aðgerðir sem þegar hefur verið farið í.  „Efst á blaði er að fara yfir stöðuna í uppboðsmálum, til að forða heimilunum frá nauðungarsölum og það erum við að skoða núna.“ Hún segir að ýmislegt fleira þurfi að koma til og verið sé að fara yfir það, meðal annars á að skoða nýja valkosti í húsnæðismálum.

Jóhanna viðurkennir að vandamálið sé mjög stórt, það þoli ekki mikla bið „og þetta verður algjört forgangsverkefni hjá ríkisstjórninni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert