Köstuðu hellum í þinghúsið

Það sér á Alþingishúsinu eftir mótmælin.
Það sér á Alþingishúsinu eftir mótmælin. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Þingverðir tilkynntu til lögreglu í nótt að menn væru að kasta hellusteinum í Alþingishúsið. Lögreglan kom á staðinn og hafði tal af tveimur mönnum í nágrenninu. Ekki er vitað hvort þeir voru að verki. Málið er í rannsókn, að sögn lögreglu.

Tilkynnt var um atburðinn um klukkan hálf eitt í nótt. Þá voru mótmælin á Austurvelli löngu hætt. 

Mun rólegra var um að litast á Austurvelli í gærkvöldi en í fyrrakvöld og engin skemmdarverk unnin. Tugir tóku þátt í mótmælunum í gærkvöldi en þúsundir á mánudagskvöld.

Þingverðir gátu ekki upplýst lögreglu um það í nótt hvort grjótkastið hefði valdið skemmdum á húsinu þar sem verulega sést á því eftir skemmdarverkin í fyrrakvöld þegar meðal annars niðurbrotnum gangstéttarhellum var grýtt í lögreglu, húsið og bíla ráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert