Mikið álag hjá prestum

Jón Helgi er prestur í Langholtskirkju.
Jón Helgi er prestur í Langholtskirkju. Árni Sæberg

Fjöldi fólks leit­ar nú til presta vegna erfiðra aðstæðna í þjóðfé­lag­inu, að sögn Jóns Helga Þór­ar­ins­son, sókn­ar­prests í Lang­holts­kirkju. Hann hvet­ur al­menn­ing til að vinna sam­an að bætt­um hag þeirra sem eiga um sárt að binda.

Jón Helgi seg­ir mikið ann­ríki í Lang­holts­kirkju.

„Í þessu hverfi sem er rót­gróið og frek­ar stöðugt eru samt fleiri sem hafa komið hingað sem eiga í meiri vand­ræðum að fram­fleyta sér en verið hef­ur. Fólk er ljós­lega í erfiðari stöðu og er að biðja um hjálp. Þetta er reynd­ar ekki stór hóp­ur hér í hverf­inu en svo kem­ur fólk víðar að til okk­ar,“ seg­ir Jón Helgi og bæt­ir því við að marg­ir spyrji um fjár­hags­lega aðstoð.

Fólk er að missa þol­in­mæðina

- Hvernig líður fólk­inu?

„Fólk er að verða mjög þreytt. Það herðir alltaf að hjá þeim sem hafa átt í fjár­hagsþreng­ing­um, jafn­vel í á annað ár eða leng­ur. Fólk er að verða búið fyrr með það sem það hef­ur til að lifa af mánuðinn. Þetta fólk er að verða mjög þreytt á þess­um erfiðleik­um því það hef­ur ekk­ert batnað nema síður sé í sam­fé­lag­inu.“

Jón Helgi seg­ir mik­il­vægt að huga að sál­ræna þætt­in­um.

„Við reyn­um að hvetja fólk og hjálpa því áfram. Við spyrj­um um stuðningsnetið í kring­um fólkið og hvort það eigi ein­hverja að sem geti liðsinnt því. Oft er þetta fólk með börn sem þarf og verður að styðja.

Það felst í þessu sál­gæsla og hvatn­ing. Eðli­lega finnst mjög mörg­um erfitt að ræða um þessi mál í sín­um hópi, í sinni fjöl­skyldu. Ég hvet fólk hins veg­ar til þess.“

Erfiður vet­ur fram und­an

- Upp­lif­irðu von­leysi?

„Ég veit ekki hvort ég á að segja það en það er lang­leiðina í það hjá ýms­um. Það má segja það. Það fólk sem kem­ur hingað er að leita sér aðstoðar og er með von í brjósti.

Ég býst við að það séu ýms­ir sem hafi það ekki í sér að koma og eru senni­lega enn verr stadd­ir. Það fólk sem leit­ar hingað hef­ur enn svo­lít­inn kraft með sér og von og vill standa sig og vinna úr þessu.

Við vit­um að þetta verður erfiður vet­ur og ég hef sagt það lengi að þetta yrði lík­lega erfiðasti vet­ur­inn í sam­fé­lag­inu. Ég held að það ríði mikið á að menn vinni sam­an að því að gefa fólki von, ekki síst unga fólk­inu með börn sem maður hef­ur lang­mest­ar áhyggj­ur af.

Og börn­un­um sjálf­um sem al­ast upp í um­hverfi sem er mjög erfitt. Ég hef áhyggj­ur af þeim. Langvar­andi umræða um að hlut­irn­ir muni ekki batna í ná­inni framtíð get­ur verið mjög erfið fyr­ir unga fólkið, ekki síst á unglings­ár­un­um sem geta verið mjög erfið.

Það skipt­ir miklu máli að þeir sem eiga um sárt að binda fái það á til­finn­ing­una fljótt að það sé í aug­sýn ein­hver lausn, að því verði hjálpað og það stutt áfram. Ég held að það skipti al­veg gríðarlegu máli.

Það er líka mik­il­vægt að við stönd­um öll sam­an og hlú­um að þeim sem eru í kring­um okk­ur, að við lát­um okk­ur hvert annað varða. Við þurf­um líka að vinna með reiðina í sam­fé­lag­inu. Heil­ög reiði er góð, sú sem kall­ar eft­ir rétt­læti, en hún má held­ur ekki verða þannig að hún skemmi út frá sér. Hún get­ur gert það ef hún fær ekki eðli­lega út­rás,“ seg­ir Jón Helgi.

Séra Jón Helgi Þórarinsson er sóknarprestur í Langholtsprestakalli.
Séra Jón Helgi Þór­ar­ins­son er sókn­ar­prest­ur í Lang­holtsprestakalli. Eyþór Árna­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert