Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis um málefni nímenninganna svokölluðu, sem eru sakaðir um að hafa gert árás á Alþingi 8. desember 2008.
Mörður óskar eftir skriflegum svörum en spurningarnar eru eftirfarandi:
- Með hvaða hætti ræðir skrifstofustjóri Alþingis um 100. gr. hegningarlaga í beiðni sem
hann sendi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins 19. desember 2008 vegna atvika í Alþingishúsinu 8. þess mánaðar?
- Telur forseti að þessi grein hegningarlaga, um mann „sem ræðst á Alþingi, svo að því
eða sjálfræði þess er hætta búin,“ eigi við um atvikin sem til báru 8. desember 2008?