Neðanjarðarhagkerfið eflist

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

„Skattastefnan ýtir undir neðanjarðarhagkerfið“, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, við utandagskrárumræðu um skattastefnu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. 

Sigmundur Davíð, málshefjandi umræðunnar, sagði fjármálaráðherra hafa staðið fyrir verulegum skattahækkunum. það væri hins vegar óráð að hækka skatta í kreppu. Hann benti á að um síðustu áramót hafi upphæð óinnheimtra skatta numið 112 milljörðum kr.

Sigmundur Davíð sagði að afleiðing þessarar skattastefnu blasi við á ýmsum sviðum í undanskotum frá skatti og svartri atvinnustarfsemi, sem færðist í aukana. Sagði hann að bruggstarfsemi hefði náð nýjum hæðum vegna þeirrar miklu álagningar sem væri á áfengi hjá ÁTVR. Afleiðingin sé sú að tekjur ríkissjóðs af sölu áfengis hafi minnkað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert