Búist er við að dýpkunarskipið Perla hefji á ný dýpkun í Landeyjahöfn á föstudag eða um næstu helgi en nú er unnið að viðgerð á skipinu.
Siglingastofnun hefur óskað eftir tilboðum í viðhaldsdýpkun í Landeyjahöfn og var byrjað að afhenda gögn í gær. Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hjá Siglingastofnun, segir að talsverður áhugi sé fyrir þessu verkefni og nokkrir aðilar, erlendir sem innlendir hafi sótt gögn. Tilboð verða opnuð 21. október.