Fjármálaráðherra segir að niðurstöður álagningar skatta í sumar sýni að markmið um réttlátari dreifingu skattbyrðinnar hafi náð fram að ganga og lágtekjufólki hafi verið hlíft við skattlagningu.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra svaraði gagnrýni á skattahækkanir við utandagskrárumræðu um skattastefnu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag.
Hann sagði að starfshópur sem fékk það verkefni að fara í víðtæka endurskoðun og kortlagningu á skattkerfinu í heild, hefði skilað áfangaskýrslu sem stuðst var við frágang skattatillagna í fjárlagafrumvarpinu. „Það starf mun halda áfram og með honum starfar breiður samráðshópur með fulltrúum þingflokka og aðila vinnumarkaðarins,“ sagði hann.