Þinghúsið þvegið

Körfubíll var notaður við þrifin í morgun.
Körfubíll var notaður við þrifin í morgun. mbl.is/GSH

Þinghúsið var þvegið hátt og lágt í morgun og var körfubíll notaður við verkið. Það sér mjög á húsinu í kjölfar mótmælanna og var eitthvað um að eggjum og öðru lauslegu, m.a. gangstéttarhellum, hafi verið kastað í húsið í gærkvöldi og í nótt. Þá voru nokkrar rúður brotnar um hálf eitt í nótt.

Það tekur talsverðan tíma að þrífa húsið að sögn þingvarðar enda erfitt að þrífa eggjaslettur.

Almennt séð gangi hreinsunarstarfið þó ágætlega enda vanir menn á ferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert