Tími þagnarinnar liðinn

Dómkirkjan í Reykjavík.
Dómkirkjan í Reykjavík. mbl.is/Ómar

„Prest­ar tjá sig í pre­dik­un­um um allt land, í fjöl­miðlum og á bloggsíðum. En ekk­ert heyr­ist frá Þjóðkirkj­unni sem stofn­un eða æðstu stjórn henn­ar, hvorki frá Kirkjuráði, próföst­um eða bisk­up­um,“ skrif­ar Þór­hall­ur Heim­is­son prest­ur sem tel­ur að tími þagn­ar­inn­ar sé liðinn.

Þór­hall­ur, sem fór með fund­ar­stjórn á ný­leg­um fundi um fá­tækt í Reykja­vík, tel­ur að afstaða Þjóðkirkj­unn­ar þurfi að vera ljós enda sé ekki hægt að sitja þegj­andi og hljóðalaust und­ir þeim hrær­ing­um sem nú skekja þjóðfé­lagið.

Með skrif­um sín­um bæt­ist Þór­hall­ur í hóp fleiri presta sem hafa tjáð sig um erfiða stöðu heim­ila en séra Birg­ir Ásgeirs­son lét þau orð falla fyr­ir mót­mæl­in síðasta mánu­dag að rík­is­stjórn­in ætti um tvennt að velja.

Hart sótt að fjöl­skyld­um

Þór­hall­ur skrif­ar í gagn­rýni sinni á þögn Þjóðkirkj­unn­ar að nú sé „hart sótt að fjöl­skyld­um lands­ins og þeim sem minna mega sín“.

„Þúsund­ir fjöl­skyldna eru á upp­boði og sjá fram á að heim­ilið splundrist, tugþúsund­ir ótt­ast um framtíð sína. Biðraðir eft­ir mat lengj­ast dag frá degi hjá neyðar­stofn­un­um.

Sam­tím­is staðfest­ir rík­i­s­tjórn­in með bréfi til AGS að ekki verði frek­ar gert fyr­ir fjöl­skyld­ur lands­ins. Nýtt fjár­laga­frum­varp boðar í raun af­nám vel­ferðar­kerf­is­ins. Þar er ráðist á sjúk­linga, fæðing­ar­deild­ir, fötluð börn á Suður­nesj­um.

Og þetta á meðan frétt­ir ber­ast af tug­millj­arða gróða banka og upp­gjöri skulda hjá hinum ríku og vold­ugu. Órétt­læt­inu virðast lít­il tak­mörk sett.

En sama hversu órétt­ur­inn magn­ast og árás­irn­ar gegn fjöl­skyld­un­um og lít­il­magn­an­um - þá rík­ir þögn um þessa at­b­urði hjá Þjóðkirkj­unni.

Ekki mis­skilja mig.  Prest­ar tjá sig í pre­dik­un­um um allt land, í fjöl­miðlum og á bloggsíðum. Til dæm­is má nefna frá­bær blogg séra Svavars sókn­ar­prests á Ak­ur­eyri hér á Mogga­blogg­inu um ástandið, rík­is­stjórn­ina og órétt­inn í sam­fé­lag­inu.

En ekk­ert heyr­ist frá Þjóðkirkj­unni sem stofn­un eða æðstu stjórn henn­ar- hvorki frá Kirkjuráði, próföst­um eða bisk­up­um. Hér með óska ég eft­ir að þessi þögn verði rof­in. Að afstaða kirkj­unn­ar komi í ljós.

Hjá Pre­dik­ar­an­um í Gamla testa­ment­inu seg­ir: „Að þegja hef­ir sinn tíma og að tala hef­ir sinn tíma (Pred.3;7). Nú er tími þagn­ar­inn­ar liðinn,“ skrif­ar Þór­hall­ur. 

Séra Þórhallur Heimisson.
Séra Þór­hall­ur Heim­is­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert