„Algjör falleinkunn“

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði á Alþingi í dag  rík­is­stjórn­ina fá „al­gjöra fall­ein­kunn“. Hún hafi ekki náð utan um vand­ann og ekki komið með al­menni­leg­ar lausn­ir. Ekki síst er vand­inn bund­inn við ómögu­lega efna­hags­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Bjarni vísaði í að aðeins 128 ein­stak­ling­ar hafi fengið sérstæka skuldaaðlög­un og spurði for­sæt­is­ráðherra hvers kon­ar ár­ang­ur það telj­ist.

Hann sagði að í fyrsta lagi þurfi að taka skulda­vanda heim­il­anna al­var­lega. En vilji rík­is­stjórn­in efna til sam­ráðs þurfi það að taka til fleiri þátta, s.s. hvernig unnið verður að at­vinnu­upp­bygg­ingu auk þess sem ný trú­verðug efna­hags­stefna fyr­ir landið verði að koma til. Þannig verði hægt að skapa ný störf og loka fjár­lagagat­inu. Þannig kom­ist fólk út á vinnu­markaðinn og geti séð fyr­ir sér og sín­um. Nýj­ar fjár­fest­ing­ar þurfi til, lægri vexti og af­nám gjald­eyr­is­hafta.

Þá spurði Bjarni hvar efnd­ir væru á mannafls­frek­um fram­kvæmd­um í sam­ráði við líf­eyr­is­sjóðina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert