Brot af tapi heimilanna

Samtökin áætla að aðgerðir til handa skuldsettum heimilum myndu kosta …
Samtökin áætla að aðgerðir til handa skuldsettum heimilum myndu kosta um 200 milljarða. mbl.is/Golli

„Heild­artjón heim­il­anna er nú orðið 1.000 millj­arðar króna. Hér var grímu­laus aðför að heim­il­um og bein­lín­is lög­brot fram­in með lána­gjörn­ing­um,“ seg­ir Friðrik Ó. Friðriks­son, formaður stjórn­ar Hags­muna­sam­taka heim­il­anna, um þá niður­stöðu að aðstoð við skuld­sett heim­ili kosti um 200 millj­arða.

„Við erum að horfa á þá stöðu að stjórn­völd eru bein­lín­is að leita leiða fram­hjá því að taka á því rétt­læt­is­máli. Með því að gera það ekki erum við að grafa und­an at­vinnu­líf­inu. Það miss­ir stöðugt meira blóð. Því minni velta sem verður því færri fyr­ir­tæki halda velli. Við það fækk­ar at­vinnu­tæki­fær­um, at­vinnu­laus­um fjölg­ar og tekj­ur heim­il­anna minnka. Fleiri lenda í skulda­vanda og eigna­söfn hrynja í verði. Víta­hring­ur­inn er svo ofboðslega stór og þung­ur.“

Hóp­ur­inn gæti stækkað

Friðrik var­ar við því að ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um í greiðslu­erfiðleik­um kunni að fjölga.

„Við erum með sorg­lega stór­an hóp í greiðslu­erfiðleik­um og ört vax­andi. Það er sem bet­ur fer dágóður kjarni sem er í miðjunni sem er ekki kom­inn í greiðslu­erfiðleika en er samt sem áður að safna skuld­um og kem­ur ým­ist út á sléttu eða get­ur lagt eitt­hvað ör­lítið fyr­ir um mánaðamót. Það er hinn breiði hóp­ur í miðjunni. Í efra lag­inu er svo hlut­falls­lega fá­menn­ur hóp­ur, um 30% heim­il­anna, sem stend­ur þokka­lega vel og tel­ur þetta ekki snerta sig.

Ef að við miss­um miðju­hlut­ann niður í greiðslu­erfiðleika, fjár­ræðis­skerðingu og í gjaldþrot erum við að ræða um margra ára erfiðleika fyr­ir at­vinnu­lífið í heild. Stóriðju­lausn­ir munu þá ekki duga til,“ seg­ir Friðrik.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert