„Það er langvarandi óvissuástand, streita og álag,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, spurð um viðhorf félagsmanna. Kjarasamningar aðildarfélaga BHM hafa nú verið lausir í eitt og hálft ár.
Í yfirlýsingu frá stjórn BHM segir að fyrirliggjandi frumvarp til fjárlaga beri með sér vanvirðingu fyrir menntun á vinnumarkaði „og er alvarleg árás á millitekjuhópa og sér í lagi ungt langskólagengið fólk“.
Er þess krafist að markvisst verði unnið að því að háskólamenntun sé metin til launa og að tafarlaust verði bundinn endi á verðfellingu menntunar á vinnumarkaði.
„Það er aftur að komast í gang vinna við kröfugerð í okkar ranni,“ segir Guðlaug í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að ekki verði gengið lengra í fækkun starfsfólks nema með því að leggja niður þá þjónustu sem það veitir.