Á milli 1.200 og 1.300 manns sitja nú opinn borgarafund á Húsavík um fyrirhugaðan niðurskurð í heilbrigðisþjónustu í Norðurþingi. Fundarmenn krefjast þess að dregið verði úr fyrirhuguðum niðurskurði sem þeir telja hlutfallslega meiri en á höfuðborgarsvæðinu.
Eins og fram kom í viðtali mbl.is við Berg Elías Ágústsson, sveitarstjóra í Norðurþingi, síðdegis í dag telja heimamenn fyrirhugaðan niðurskurð ósanngjarnan í ljósi þess að 1% þjóðarinnar sé látið axla 12-13% byrðarinnar í niðurskurði til heilbrigðismála.