Eftir því hefur verið tekið í þingsölum síðan á mánudagskvöld að lífvörður hefur fylgt Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eftir.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var það sérsveit Ríkislögreglustjóra sem lagði til óeinkennisklæddan lögreglumann, en það er verkefni embættisins að gæta öryggis ráðamanna ef tilefni þykir til. Í búsáhaldabyltingunni gættu lífverðir einnig öryggis Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um tíma.