Lokafrestur á nauðungarsölu framlengdur

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að heimila frestun á lokanauðungarsölu fasteigna um fimm mánuði. Slík heimild rennur út 31. október samkvæmt núgildandi lögum en nú hefur verið ákveðið að framlengja þann frest til mánaðamótanna mars/apríl á næsta ári. 

Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, sagði frá þessu á Alþingi í dag í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við skuldastöðu heimilanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert