Verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, telur að málið gegn honum sé ónýtt þar sem Alþingi hafi enn ekki kosið saksóknara til að sækja málið fyrir landsdómi. Það sé skýrt í lögum að kjósa skuli saksóknara um leið og samþykkt sé að ákæra. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.
Andri Árnason, lögmaður Geirs, sendi Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, vegna málsins. Hún gerði forsætinefnd þingsins grein fyrir málinu í dag. Niðurstaða liggur ekki fyrir.