Með peninga í bankahólfi

mbl.is/Eggert

Dæmi eru um að eldra fólk taki út sparnað sinn úr bönk­um og geymi hann í banka­hólf­um. Ástæðan er nei­kvæðir vext­ir, hækk­andi fjár­magn­s­tekju­skatt­ur og einnig að fjár­magn­s­tekj­ur skerða bæt­ur frá TR.

Helgi K. Hjálms­son, formaður Lands­sam­bands eldri borg­ara, seg­ist kann­ast vel við þetta. Fólk hafi gert þetta og eins hafi hann orðið var við að fólk sé að tala um að hætta að geyma pen­inga á banka­reikn­ing­um.

„Fólk sem hef­ur nurlað ein­hverj­um pen­ing­um sam­an er í vax­andi mæli að tala um að taka þá bara út og leigja sér banka­hólf vegna þess að vext­ir af þess­um pen­ing­um eru nei­kvæðir þegar þú ert bú­inn að borga skatt­inn og svo ertu skert­ur af Trygg­inga­stofn­un líka. Þetta er í vax­andi mæli og ekk­ert óeðli­legt að þetta sé gert. Þetta er bara sjálfs­bjarg­ar­viðleitni,“ seg­ir Helgi í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert