Nefndin leggur ekki fram tillögu

Þingmannanefnd Atla Gíslasonar á fundi. Mynd úr safni.
Þingmannanefnd Atla Gíslasonar á fundi. Mynd úr safni. mbl.is/Ernir

Tillögur þess efnis að Sigríður Friðjónsdóttir verði skipaður saksóknari í máli Geirs H. Haarde fyrir landsdómi og Helgi Magnús Gunnarsson til vara, verða ekki lagðar fram af þingmannanefnd Atla Gíslasonar.

Unnur Brá Konráðsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hófu fund nefndarinnar, sem hófst klukkan tíu, á því að benda á að störfum nefndarinnar lauk í september og því væri nefndin ekki til þess fallin að leggja fram þingsályktunartillögu um saksóknara. Að því sögðu yfirgáfu þær fundin.

Aðrir nefndarmenn sitja enn á fundi en búist er við að Lilja Rafney ásamt öðrum nefndarmönnum leggi fram þingsályktunartillöguna í eigin nafni í stað nefndarinnar í heild.

Sigríður J. Friðjónsdóttir.
Sigríður J. Friðjónsdóttir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert