Neyðarkall í Reykjanesbæ

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja mótmælir fyrirhuguðum niðurskurði á táknrænan í Reykjanesbæ …
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja mótmælir fyrirhuguðum niðurskurði á táknrænan í Reykjanesbæ í kvöld. mbl.is/Einar

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja mótmælti fyrirhuguðum niðurskurði á táknrænan í Reykjanesbæ í kvöld með því að bregða neyðarblysum á loft. Gert er ráð fyrir að framlög til stofnunarinnar lækki úr 1.700 í 1.300 milljónir. Talið er að 60 til 100 manns verði sagt upp hjá stofnuninni.

Fyrirhugaður niðurskurður er harðlega gagnrýndur í ályktun frá hjúkrunarráði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS). 

„Hjúkrunarráð HSS lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna 25% niðurskurðar  á fjárlögum 2011.  Að óbreyttu hefur þetta í för með sér gífurlega skerðingu á þjónustu við íbúa svæðisins.  Sýnt er að fæðingaþjónusta, þjónusta við hjarta og lungnasjúklinga, endurhæfing,  þjónusta við langveika og krabbameinssjúklinga og  líknandi meðferð deyjandi sjúklinga svo eitthvað sé nefnt mun flytjast til Reykjavíkur.

HSS hefur á undanförnum árum þurft að búa við lægstu fjárframlög miðað við íbúafjölda samanborið við aðrar heilbrigðisstofnanir. Búast má við að 60-100 manns missi atvinnu þar sem mesta atvinnuleysið er fyrir á landinu og er það óásættanlegt. 

Við skorum á ráðamenn þjóðarinnar að endurskoða niðurskurðinn á HSS.  Suðurnesjamenn  munu áfram þurfa á þjónustu að halda og ljóst að ekki er um sparnað að ræða með því að flytja þá til Reykjavíkur,“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert