Opinberum starfsmönnum fækkar

Starfsmönnum sveitarfélaga og ríkisins hefur fækkað.
Starfsmönnum sveitarfélaga og ríkisins hefur fækkað.

Sveitarfélögin hafa fækkað starfsfólki frá síðasta ári. Stöðugildi drógust saman um 190. Hjá ríkinu fækkaði um 600 stöðugildi.

Hjá sveitarfélögunum voru 19.430 stöðugildi á síðasti ári en eru nú 19.240, að því er fram kemur á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Þetta þýðir um 1% samdrátt í vinnuafli sveitarfélaganna frá fyrra ári.

Hjá ríkinu fækkaði stöðugildum úr 18.000 í 17.400 á sama tíma.

Árið áður fjölgaði mjög starfsfólki hjá ríki og sveitarfélögum landsins.

Þegar fjallað er um stöðugildi er átt við fjölda starfa miðað við fullt starf. Fjöldi starfsmanna hjá sveitarfélögum eru töluvert fleiri en fjöldi stöðugilda gefur til kynna þar sem margir eru í hlutastarfi. Mælingin er gerð í apríl ár hvert og nær til bæði A-hluta og B-hluta sveitarfélaga.

Helsta ástæða fyrir fækkun stöðugilda er án efa nauðsynleg hagræðing hjá sveitarfélögum  til að bregðast við versnandi  fjárhagsumhverfi þeirra, segir á vef Sambandsins. „Almennt hafa sveitarfélög reynt að halda óbreyttu þjónustu- og starfsmannastigi þrátt fyrir erfiðar kringumstæður í efnahagsmálum og skýrist fækkun stöðugilda frekar af því að ekki er endurráðið í stöður frekar en að um uppsagnir sé að ræða.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert