Rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtækja lögð til

Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi sem kveður á …
Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtækja á tímabilinu frá október 2008 til ársloka 2009. mbl.is

Lagt hef­ur verið fram frum­varp á Alþingi sem kveður á um rann­sókn á starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja á tíma­bil­inu frá októ­ber 2008 til árs­loka 2009. Er það lagt til þar sem umræða hafi átt sér stað um starf­semi og ákv­arðana­töku fjár­mála­fyr­ir­tækja síðan í októ­ber 2008 og tor­tryggni verið mik­il í þeirra garð.

Fyrsti flutn­ings­maður er Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, en með hon­um eru þing­menn úr Sam­fylk­ing­unni og Fram­sókn­ar­flokki. Frum­varpið er að nokkru leyti byggt á lög­um um rann­sókn á aðdrag­anda og or­sök­um falls ís­lensku bank­anna 2008 og tengdra at­b­urða, þ.e. um rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is.

Mark­mið frum­varps­ins er að skapa traust­an far­veg fyr­ir umræðu um starf­semi og ákv­arðana­töku fyr­ir­tækj­anna. Lögð er til stofn­un sér­stakr­ar nefnd­ar sem verði sjálf­stæð og óháð og skuli fara yfir starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna frá októ­ber 2008 til árs­loka 2009.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir að frá setn­ingu neyðarlag­anna svo­kölluðu og fram til árs­loka 2009 var ekk­ert eft­ir­lit með því hvernig fjár­mála­fyr­ir­tæki tóku ákv­arðanir um af­skrift­ir skulda, fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu og fleira því tengt. Sér­stak­lega á nefnd­in að huga að því, með al­manna­hags­muni að leiðarljósi, að birta í skýrsl­unni upp­lýs­ing­ar um hvaða aðilar hafi fengið felld­ar niður skuld­ir sín­ar við fjár­mála­fyr­ir­tæki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka