Áfram sumarveður á Íslandi

Útlit er fyrir ágætt veður um helgina.
Útlit er fyrir ágætt veður um helgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyr­ir sum­ar­veður um allt land um helg­ina og fram eft­ir næstu viku. Veður verður milt og á sunnu­dag ætti að sjást til sól­ar á meg­in­hluta lands­ins.

Veður­stof­an spá­ir hægri aust­lægri átt á morg­un og bjartviðri nema hvað skýjað get­ur orðið með strönd­inni sunn­an til á land­inu. Hiti verður á bil­inu 6 til 12 stig.

Á sunnu­dag er spáð hægviðri en aust­an 5-10 metr­um á sek­úndu við suður­strönd­ina og smá­súld. Hiti verður 8 til 15 stig að deg­in­um, hlýj­ast á suðvest­ur­landi.

Veðrið helst svipað fram í næstu viku. Á miðviku­dag og fimmtu­dag er spáð suðlægri átt með vætu en þurru á norðaust­an­verðu land­inu og áfram verður milt veður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert