Aldrei fleiri brautskráðir

Fleiri luku stúdentsprófi en áður
Fleiri luku stúdentsprófi en áður mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Alls braut­skráðust 5.689 nem­end­ur af fram­halds­skóla­stigi með 6.404 próf skóla­árið 2008-2009. Þetta er fjölg­un um 150 nem­end­ur frá fyrra ári, eða 2,7%. Aldrei áður hafa svo marg­ir nem­end­ur út­skrif­ast af fram­halds­skóla­stigi á einu skóla­ári síðan gagna­söfn­un Hag­stofu Íslands hófst árið 1995.

Ástæðan er meðal ann­ars sú að stór­ir ár­gang­ar eru að fara í gegn­um fram­halds­skól­ann. Stúlk­ur voru nokkru fleiri en pilt­ar meðal braut­skráðra eða 52,9% nem­enda, sem er nokkru lægra hlut­fall en síðustu tvö ár.

Í fyrsta skipti braut­skráðust fleiri en 3.000 stúd­ent­ar á einu skóla­ári

Alls út­skrifuðust 3.012 stúd­ent­ar úr 33 skól­um skóla­árið 2008-2009; 204 fleiri en skóla­árið áður (7,3% fjölg­un) og 457 fleiri en fyr­ir tveim­ur árum. Þar mun­ar mestu um tæp­lega þriðjungs­fjölg­un braut­skrán­inga úr frum­greina­deild­um og viðbót­ar­námi til stúd­ents­prófs að loknu list- eða starfs­námi, sem voru alls 601 á skóla­ár­inu. Tveir af hverj­um þrem­ur ný­stúd­ent­um (66,4%) eru á aldr­in­um 20-21 árs. Flest­ir braut­skráðust af fé­lags­fræðabraut, 979 tals­ins, og 944 luku nátt­úru­fræðibraut.

Aldrei áður jafn marg­ir út­skrifaðir úr starfs­námi

Braut­skrán­ing­ar úr starfs­námi og al­mennri braut á fram­halds­skóla­stigi voru 3.366 og hafa ekki verið fleiri á einu skóla­ári. Braut­skráðir nem­end­ur með sveins­próf voru 736 og fjölgaði um 58 frá fyrra ári (8,6%). Karl­ar eru tæp­lega 85% þeirra sem ljúka sveins­prófi og eru svein­ar flest­ir í ald­urs­flokkn­um 25-29 ára. Þá voru 1.555 braut­skrán­ing­ar úr öðru starfs­námi og 313 með grunn­próf, til dæm­is grunn­próf í iðn eða al­menna braut fram­halds­skóla. Braut­skráðir iðnmeist­ar­ar voru 195 og hafa ekki áður verið fleiri í gagna­söfn­un Hag­stof­unn­ar.

Fækk­un í fyrsta skipti á há­skóla­stigi

Á há­skóla- og doktors­stigi út­skrifuðust 3.435 nem­end­ur með 3.459 próf skóla­árið 2008-2009. Braut­skráðum nem­end­um fækkaði um 171 eða 4,7%. Braut­skráðum nem­end­um á há­skóla­stigi hef­ur fjölgað ár frá ári frá skóla­ár­inu 1997-1998 þar til nú. Fækk­un­in staf­ar aðallega af fækk­un braut­skrán­inga með fyrstu há­skóla­gráðu, sem fækkaði um 249 (10,5%). Hins veg­ar fjölgaði nem­end­um sem luku meist­ara- og doktors­gráðu og hafa ekki verið fleiri á einu skóla­ári. Braut­skráðum nem­end­um með meist­ara­gráðu fjölgaði um 144 (19,6%), úr 735 í 879, og dok­tor­um um 5 (21,7%), úr 23 í 28. Kon­ur voru tæp­lega tveir þriðju (65,9%) þeirra sem út­skrifuðust með há­skóla­próf, sem er lítið eitt lægra hlut­fall en verið hef­ur und­an­far­in ár.

Færri luku háskólanámi en áður
Færri luku há­skóla­námi en áður mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert