Deilt um neyðarlögin fyrir dómi

Stærsta kröfumál Íslandssögunnar er á leið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Þar er tekist á um gildi neyðarlaganna og hvort innistæður föllnu bankanna fái forgang á aðrar kröfur. Verði lögin felld úr gildi, gæti kostnaður ríkissjóðs vegna Icesave aukist um hundruð milljarða króna. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV í kvöld.

„Almennir kröfuhafar bankanna þriggja hafa í langan tíma mótmælt neyðarlögunum sem Alþingi setti í október 2008. Kannski engin furða því með þeim voru innistæður settar framar öðrum kröfum í bankana. Gamli Landsbankinn er þar undir sömu sök seldur og þar er tekist á um forgangskröfur vegna Icesave, samtals upp á ríflega 1300 milljarða króna eins og gengið á krónunni er um þessar mundir," segir á vef RÚV. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert