Enginn heimilislaus vegna skulda

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn

Unnið er að því að hringja í á þriðja hundrað einstaklinga sem að óbreyttu missa húsnæði sitt í mánuðinum á nauðungaruppboði. Fara á í gegnum það með þeim hvaða lausnir eru í boði og reyna að komast hjá því að uppboðið fari fram.

Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í munnlegri skýrslu hennar um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við skuldastöðu heimilanna. Jóhanna sagðist hafa miklar áhyggur af uppboðunum og bætti við: „Á Íslandi á enginn að þurfa að vera heimilislaus vegna skuldavanda.“

Jóhanna minntist einnig á mótmæli undanfarinna daga og sérstaklega á mánudagskvöld. Hún sagði mótmælin hafa snert hana djúpt og líklega snert alla þjóðina. Hún sagðist skilja þá reiði og óánægju sem kraumaði undir og að fólk vildi sýna í verki þá óánægju, segir í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert