Erum komin á endapunkt og getum ekki hagrætt meira

Hrafnista í Reykjavík.
Hrafnista í Reykjavík. mbl.is/ÞÖK

Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir að á næstunni verði haldinn „þjóðfundur Hrafnistu“ þar sem heimilisfólk, aðstandendur og starfsfólk muni ræða hvernig hægt sé að mæta auknum niðurskurði.

„Við erum komin á endapunkt og getum ekki hagrætt miklu meira. Við höfum gert allt sem sem hægt er og nú þarf að skoða hvort við erum að veita einhverja þjónustu sem má missa sín. Ef af þjónustuskerðingu verður, þá verður það væntanlega í samvinnu við heimilisfólk og ættingja,“ segir Pétur í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag um niðurskurð til heilbrigðismála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka