Fangar sviku út bætur

Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjörutíu fangar hafa þegið atvinnuleysisbætur á þessu ári. Dæmi eru um að einstaklingar hafi setið í fangelsi í nokkra mánuði og svikið út atvinnuleysisbætur um leið. Áætlaður sparnaður vegna eftirlitsstarfsemi Vinnumálastofnunar er um 700 milljónir króna á eins árs tímabili. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Hópur manna hjá Vinnumálastofnun hefur í rúmt ár unnið að því að upplýsa bótasvik. Í byrjun árs fékkst lagaheimild til að samkeyra upplýsingar Vinnumálastofnunar við ýmsar stofnanir í samfélaginu. Sú samkeyrsla hefur nú skilað þeim árangri að hópnum hefur tekist að svipta hulunni af hundruðum bótasvika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert