„Fólk rekið úr landinu“

Fjölmenni var á Húsavík líkt og á öðrum fundum í …
Fjölmenni var á Húsavík líkt og á öðrum fundum í gær um heilbrigðis- og atvinnumál á landsbyggðinni; á Ísafirði og í Reykjanesbæ. mbl.is/Hafþór

„Þegar ráðist er á heilu bæina með þessum hætti bendir það til þess að þeir sem sitja við stjórnvölinn viti ekkert hvað þeir eru að gera. Það er bara verið að reka fólk úr landi með svona aðgerðum, því fólk hefur ekki að neinu að hverfa, vinnumarkaðurinn á þessum stöðum er svo lítill.“

Þetta segir dr. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmála- og aðferðafræði við Háskólann á Akureyri, um ástandið á landsbyggðinni en í gær voru haldnir fjölmennir borgarafundir á Ísafirði, Húsavík og í Reykjanesbæ um heilbrigðismál og horfur í atvinnumálum.

Grétar Þór segir í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag, að boðaður niðurskurður ríkisstjórnarinnar í heilbrigðisþjónustu og flutningur sjúkrarúma til Landspítalans sé leiftursókn á landsbyggðina og skiljanlegt að þar óttist fólk um sinn hag og framtíð byggðar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka