„Fólk rekið úr landinu“

Fjölmenni var á Húsavík líkt og á öðrum fundum í …
Fjölmenni var á Húsavík líkt og á öðrum fundum í gær um heilbrigðis- og atvinnumál á landsbyggðinni; á Ísafirði og í Reykjanesbæ. mbl.is/Hafþór

„Þegar ráðist er á heilu bæ­ina með þess­um hætti bend­ir það til þess að þeir sem sitja við stjórn­völ­inn viti ekk­ert hvað þeir eru að gera. Það er bara verið að reka fólk úr landi með svona aðgerðum, því fólk hef­ur ekki að neinu að hverfa, vinnu­markaður­inn á þess­um stöðum er svo lít­ill.“

Þetta seg­ir dr. Grét­ar Þór Eyþórs­son, pró­fess­or í stjórn­mála- og aðferðafræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, um ástandið á lands­byggðinni en í gær voru haldn­ir fjöl­menn­ir borg­ar­a­fund­ir á Ísaf­irði, Húsa­vík og í Reykja­nes­bæ um heil­brigðismál og horf­ur í at­vinnu­mál­um.

Grét­ar Þór seg­ir í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag, að boðaður niður­skurður rík­is­stjórn­ar­inn­ar í heil­brigðisþjón­ustu og flutn­ing­ur sjúkra­rúma til Land­spít­al­ans sé leift­ur­sókn á lands­byggðina og skilj­an­legt að þar ótt­ist fólk um sinn hag og framtíð byggðar.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert