Frjálslyndi flokkurinn snýr aftur

Frá mótmælunum á Austurvelli á mánudag. Sigurjón segir marga kjósendur …
Frá mótmælunum á Austurvelli á mánudag. Sigurjón segir marga kjósendur ríkisstjórnarflokkanna ósátta með svikin kosningaloforð. Ómar Óskarsson

„Við erum al­veg á því að það þarf að auka gjald­eyris­tekj­ur og þá er eitt að gera, að auka veiðiheim­ild­ir. Síðan þarf að koma til móts við heim­il­in,“ seg­ir Sig­ur­jón Þórðar­son, formaður Frjáls­lynda flokks­ins, sem kveðst sann­færður um gott gengi ef efnt yrði til kosn­inga. Stjórn­in hafi svikið lof­orð.

„Okk­ur líst ágæt­lega á þær til­lög­ur sem hafa komið fram. Þá á ég til dæm­is við til­lög­urn­ar sem Lilja Móses­dótt­ir hef­ur komið fram með í tveim­ur frum­vörp­um, ann­ars veg­ar varðandi gjaldþrota­leiðina og hins veg­ar lykla­frum­varpið. Sömu­leiðis þarf að koma á al­menn­um skulda­leiðrétt­ing­um eins og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn benti rétti­lega á.“

Þak á verðtrygg­ing­una 

Sig­ur­jón seg­ir flokk­inn vilja taka á verðtrygg­ing­unni. 

„Auðvitað urðu ákveðnir for­sendu­brest­ir varðandi verðtrygg­ing­una sem ég er al­veg viss um að við þurf­um að setja ákveðið þak á og setja þá á biðreikn­inga og svo mögu­lega taka þá til af­skrifta síðar. Það er al­gjör­lega frá­leitt að halda áfram með þetta fyr­ir­komu­lag eins og rík­is­stjórn­in er að gera.“

- Nú er uppi krafa um kosn­ing­ar. Sam­kvæmt nýrri könn­un vill helm­ing­ur kjós­enda kosn­ing­ar inn­an sex mánaða. Það er jafn­framt uppi krafa um ný fram­boð. Sérðu sókn­ar­færi fyr­ir ykk­ur í Frjáls­lynda flokkn­um?

„Já, við telj­um það. Því miður. Við höf­um kannski haft allt of rétt fyr­ir okk­ur í Frjáls­lynda flokkn­um.“

Lausn­irn­ar fengu ekki braut­ar­gengi

- Að hvaða leyti þá?

„Lausn­irn­ar sem við lögðum til um hvernig mætti kom­ast út úr vand­an­um hafa ekki fengið braut­ar­gengi. Við sög­um það fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2009 að eina leiðin væri að auka tekj­urn­ar og taka á þess­um for­sendu­bresti sem varð varðandi verðtrygg­ing­una. Og svo eru það lána­mál fólks­ins í land­inu. 

Síðan þarf að taka virki­lega til og segja fólki sann­leik­ann. Það er það sem vant­ar upp á. Það er í raun­inni upp­lýs­inga­skort­ur, leynd­ar­hyggja, bæði hvað varðar skuld­ir sam­fé­lags­ins, til dæm­is skuld­ir sjáv­ar­út­vegs­ins, rík­is­ins og hins op­in­bera og svo varðandi af­skrift­ir sem mis­bjóða al­menn­ingi. Þess­ar töl­ur eru ekki upp á borðinu. Þær eru alltaf hafðar í ein­hverri þoku.“

Hafa þjappað raðirn­ar

- Það hef­ur ekki farið mikið fyr­ir ykk­ur. Hvað hafið þið verið að gera?

„Ég er nú ekki sam­mála því. Ég hef verið á fullu í sveit­ar­stjórn­inni í Skagaf­irði. Þar náðum við að fá aðra flokka inn á að end­ur­skoða ráðgjöf Hafró. Ég hef verið í sam­bandi við aðra sveit­ar­stjórn­ar­menn hring­inn í kring­um landið til að fá þá til að samþykkja til­lögu sama efn­is um að auka veiðar. Svo höf­um við verið í innra starfi til að þjappa okk­ur sam­an.“

Bar­átt­an um sviðsljósið 

Sig­ur­jón seg­ir flokks­menn hafa fundað reglu­lega upp á síðkastið.

„Við höf­um verið að starfa og haldið fundi og sent frá okk­ur álykt­an­ir. Við höf­um gert það reglu­lega. Það er bar­átta um að kom­ast í sviðsljósið. Það hef­ur verið erfitt að ná eyr­um fjöl­miðla vegna ým­issa fram­fara­mála sem við höf­um viljað ná fram.

Maður er að reyna að berj­ast áfram með þessi mál­efni sem flokk­ur­inn hef­ur sett á odd­inn og það er kannski aðal­atriðið. Hvort sem fylgi flokks­ins mæl­ist mikið eða lítið lít ég svo á að við þurf­um að ná fram grund­vall­ar­breyt­ing­um í þessu sam­fé­lagi, bæði hvað varðar und­ir­stöðuat­vinnu­grein­ina og svo er það lífs­ins nauðsyn­legt fyr­ir okk­ur sem þjóð að taka á þess­um vanda heim­il­anna.“

Sann­færður um góðan ár­ang­ur

Ykk­ur gekk ekki vel í síðustu þing­kosn­ing­um. Held­urðu að ykk­ur myndi ganga bet­ur núna?

„Já. Ég er sann­færður um það Ég hef fulla trú á því og skynja það, sér­stak­lega í mínu kjör­dæmi, að fólk sem var tal­in trú um það af stjórn­ar­flokk­un­um nú­ver­andi að þeir ætluðu að taka upp bar­áttu­mál Frjáls­lynda flokks­ins, sér­stak­lega Vinstri græn­ir og Sam­fylk­ing­in, hef­ur orðið fyr­ir sár­um von­brigðum með efnd­irn­ar.

Fólki finnst sem flokk­arn­ir hafi gengið á bak orða sinna og það sit­ur nú eft­ir með sárt ennið. Þeir eru falsk­ari en 65 krónu seðill. Það er bara þannig,“ seg­ir Sig­ur­jón Þórðar­son og á við rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins.
Sig­ur­jón Þórðar­son, formaður Frjáls­lynda flokks­ins. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert