Krefjast þess að forsætisráðherra beiti sér gegn Svandísi

Yfirlitskort sem sýnir legu Þjórsársveita: Ásahrepps, Flóahrepps, Rangárþings ytra og …
Yfirlitskort sem sýnir legu Þjórsársveita: Ásahrepps, Flóahrepps, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Samtök atvinnulífsins krefjast þess að forsætisráðherra beiti sér fyrir því að áfrýjun umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um ógildingu á synjun ráðherrans á aðalskipulagi Flóahrepps verði dregin til baka. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum.

„Framferði ráðherrans gengur þvert á yfirlýsingar forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar til aðila vinnumarkaðarins um framkvæmdir og uppbyggingu og hefur enga aðra efnislega þýðingu aðra en þá að tefja framkvæmdir um nokkra mánuði og auka tilkostnað forsætisráðuneytisins.
 
SA álíta að umhverfisráðherra hafi með framferði sínu í þessu máli sýnt  óbilgirni og þjónkun við þrönga pólitíska hagsmuni og þar með stórskaðað endurreisn íslensks atvinnulífs. Slíkt framferði gengur þvert á öll loforð forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar og hlýtur forsætisráðherra að velta fyrir sér stöðu ráðherra sem þannig haga sér.
 
Samtök atvinnulífsins hafa í dag sent forsætisráðherra bréf þar sem þess er óskað að ríkislögmaður dragi til baka áfrýjun málsins til Hæstaréttar," segir ennfremur í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert