Markmiðið að koma fólki út úr skuldafangelsi

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, formaður fé­lags- og trygg­inga­mála­nefnd­ar Alþing­is, seg­ir mik­il­vægt að koma í veg fyr­ir að fólk lendi með eign­ir sín­ar á nauðunga­sölu án þess að því hafi verið boðin aðstoð til að leysa úr þeirra vanda.

„Mark­miðið er að koma í veg fyr­ir sem flest upp­boð og að fólk fái aðstoð, eins og með greiðsluaðlög­un, til að kom­ast út úr skuldafang­elsi,“seg­ir Sig­ríður í sam­tali við mbl.is.

Fé­lags- og trygg­inga­mála­nefnd fundaði með full­trú­um Íbúðalána­sjóðs í morg­un, en nefnd­in hef­ur óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um fyr­ir­hugaðar nauðunga­söl­ur. Rætt var um með hvaða hætti hægt væri að tryggja að ein­stak­ling­ar í skulda­vanda bjóðist aðstoð.

Sig­ríður bend­ir á að Íbúðalána­sjóður er ekki með nein­ar út­b­urðarbeiðnir. „Þannig að ef eign­ir fara á upp­boð þá gefst fólki kost­ur á að leigja eign­ina áfram eða hef­ur tíma til að finna nýtt hús­næði fyr­ir fjöl­skyldu sína.“

Mik­il­vægt sé að all­ir stefni í sömu átt og að stjórn­völd hafi all­ar nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar er varða þeirra aðkomu að skulda­vanda­úr­ræðum ein­stak­linga til að tryggja að fólk fái úrræði og njóti hús­næðis­ör­ygg­is. Eng­inn eigi að lenda á göt­unni. 

Þá seg­ir Sig­ríður að nefnd­in sé byrjuð að vinna að gerð frum­varps um breyt­ing­ar á lög­um um greiðsluaðlög­un. „Við erum líka að fá upp­lýs­ing­ar sem við ræðum síðan við ráðherra í viðeig­andi mála­flokk­um. Við erum að taka á móti upp­lýs­ing­um og nota upp­lýs­ing­arn­ar.“

Nefnd­in mun funda með stjórn Íbúðalána­sjóðs nk. þriðju­dag. Þá mun hún einnig funda með full­trú­um toll­stjóra og skatt­stjóra auk þess sem rætt verður við full­trúa þeirra sveit­ar­fé­laga þar sem vand­inn er mest­ur. Rædd verða þau úrræði sem sveit­ar­fé­lög­in búa yfir til að tryggja hús­næðis­ör­yggi íbúa og hvernig ríkið geti komið að því.

Þá fundaði nefnd­in með full­trú­um bank­anna í síðustu viku. Nk. föstu­dag munu þeir kynna fyr­ir nefnd­inni stöðumat. Sig­ríður seg­ir að bank­arn­ir hafi verið brýnd­ir á því að sýna sam­fé­lags­ábyrgð og frum­kvæði í þeim til­gangi að þróa sín úrræði og vinna með stjórn­völd­um að að gera sér­tæka skuldaaðlög­un að því úrræði sem því hafi verið ætlað að vera. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert