Boðað er til mótmæla á Stakkó í Vestmannaeyjum klukkan 16:30 í dag vegna niðurskurðar í heilbrigðisþjónustu. Í Árborg verður haldinn íbúafundur af sömu ástæðu klukkan 14 á morgun í Sunnulækjarskóla á Selfossi.
Mikil andstaða er við niðurskurð í heilbrigðisþjónustu víðsvegar á landinu og hafa borist fjölmargar ályktanir ýmissa félaga, starfsmanna og hagsmunasamtaka þar að lútandi á fjölmiðla.