Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, líkir þremur ráðherrum ríkisstjórnar Íslands við dauða fugla í grilli bíla á bloggi sínu í dag. Segir hún að spunameistarar hafi verið sendir út af örkinni til að koma af stað sögum um að hjálp sé að berast frá þeim aðilum sem standa sterkast málefnalega.
„Hvað gerum við þegar lítill fugl flýgur á bílinn á mikilli ferð og festist í grillinu?
Jú
maður stoppar og reynir að taka hann í burtu. Sundum tekst það ekki í
fyrstu tilraun og þá þarf að skrúfa grillið laust. Stundum dugar það
ekki og þá þarf að taka upp hanska og plokka hann burtu.
Össur, Jóhanna og Steingrímur vita best af öllum að þau eru föst í grillinu.
Við höfum reynt að forða þeim frá því að fljúga í grillið með tillögum
okkar.
Þau hafa látið viðvörunina sem vind um eyru þjóta - þið eruð
okkur ekki samboðin - við erum réttkjörin til að leysa vandann - mátt-
og þrekleysið algjört eins og farfugl sem kemur til landsins að vori
örmagna.
Nú eru þau föst í grillinu - geta ekki losað sig - geta ekki
brotið odd af oflæti sínu með að segja það hreint út að þau ráði ekki
við vandann.
Senda spunameistarana út af örkinni sem koma af stað
sögum um að hjálp sé að berast frá þeim aðilum sem standa sterkast
málefnalega.
Þau bíða að einhver komi með hanska og plokkara til að ná þeim ...
Hví - jú það lítur betur út fyrir þessi þrjú egó - sem halda að þau séu stærri en þjóðin -," skrifar þingmaður Framsóknarflokksins á bloggi sínu.