Ungir framsóknarmenn vilja alla flokka í stjórn

SUF vill að allir flokkar taki þátt í stjórn
SUF vill að allir flokkar taki þátt í stjórn

„Sam­band ungra fram­sókn­ar­manna krefst þess að mynduð verði ný rík­is­stjórn með þátt­töku allra flokka. Ung­ir fram­sókn­ar­menn telja að af öll­um mögu­leg­um stjórn­ar­mynstr­um sé þjóðstjórn sá kost­ur sem er best til þess fall­inn að fara í nauðsyn­leg­ar aðgerðir til bjarg­ar heim­il­um og fjöl­skyld­um á Íslandi.

Sam­band ungra fram­sókn­ar­manna hvet­ur þing­menn alla flokka og sér­lega þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins til þess að gera allt sem í þeirra valdi stend­ur til þess að þjóðstjórn verði mynduð. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn á ávallt að vera stjórn­tæk­ur flokk­ur og á að taka for­ystu í að koma þjóðstjórn á.

Ung­ir fram­sókn­ar­menn leggja áherslu á að þjóðstjórn verði mynduð með sátt um ákveðin verk­efni og telja þar mik­il­væg­ast: Al­menn niður­færslu skulda, stöðvun nauðung­ar­upp­boða, stór verk­efni til þess að koma at­vinnu­líf­inu í gang og end­ur­skoðun nýrra fjár­laga."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka