„Samband ungra framsóknarmanna krefst þess að mynduð verði ný ríkisstjórn með þátttöku allra flokka. Ungir framsóknarmenn telja að af öllum mögulegum stjórnarmynstrum sé þjóðstjórn sá kostur sem er best til þess fallinn að fara í nauðsynlegar aðgerðir til bjargar heimilum og fjölskyldum á Íslandi.
Samband ungra framsóknarmanna hvetur þingmenn alla flokka og sérlega þingmenn Framsóknarflokksins til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að þjóðstjórn verði mynduð. Framsóknarflokkurinn á ávallt að vera stjórntækur flokkur og á að taka forystu í að koma þjóðstjórn á.
Ungir framsóknarmenn leggja áherslu á að þjóðstjórn verði mynduð með sátt um ákveðin verkefni og telja þar mikilvægast: Almenn niðurfærslu skulda, stöðvun nauðungaruppboða, stór verkefni til þess að koma atvinnulífinu í gang og endurskoðun nýrra fjárlaga."