Evrópusambandið sýnir „sitt ljóta andlit“ í deilunni

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson. mbl.is/Kristinn

Hálftíma umræða verður utan dagskrár á Alþingi á þriðjudag um deilu Íslendinga og Evrópusambandsins um makrílveiðar. Umræðan fer fram að beiðni Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og til andsvara verður Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra.

Einar óskaði eftir umræðunni fyrir nokrum dögum í ljósi erfiðrar stöðu makrílviðræðna. Hann segist telja nauðsynlegt að fá umræður um þessi mál og skilaboð þingsins þurfi að vera skýr. Á þriðjudag hefjast í London viðræður strandríkja um makrílveiðar á næsta ári. Auk Íslands eiga ESB, Noregur og Færeyjar fulltrúa á fundinum.

„Við erum í fullum rétti til að stunda makrílveiðar,“ segir Einar K. Guðfinnsson. „Við höfum hins vegar lengst af verið útilokuð frá samningaborðinu þrátt fyrir að við séum óumdeilanlega strandríki í þessum skilningi. Með bréfinu sem þrír fulltrúar í framkvæmdastjórninni sendu í vikunni sýnir Evrópusambandið sitt ljóta andlit,“ segir Einar í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert