Gera viðbragðsáætlun vegna uppsagna

Hjúkrunarfræðingar við störf á Landspítala.
Hjúkrunarfræðingar við störf á Landspítala. mbl.is/Árni Sæberg

Fé­lag ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga hef­ur sett fram viðbragðsáætl­un vegna þess mikla niður­skurðar sem boðaður hef­ur verið á heil­brigðis­stofn­un­um lands­ins og fjölda­upp­sagna sem reikna má með að gripið verði til, ef fjár­laga­frum­varpið verður að lög­um.

Sviðstjóri kjara- og rétt­inda­sviðs fé­lags­ins verður í nánu sam­starfi við trúnaðar­menn hjúkr­un­ar­fræðinga á hverj­um stað. Full­trú­ar svæðis­deilda í stjórn fé­lags­ins verða tengiliðir við stjórn­ina.

Hjúkr­un­ar­fræðing­ar eru hvatt­ir til að leita til þess­ara aðila um upp­lýs­ing­ar og aðstoð. Formaður fé­lags­ins og sviðstjóri kjara- og rétt­inda­sviðs munu funda með hjúkr­un­ar­fræðing­um um allt land og veita ein­stak­lings­ráðgjöf þegar ljóst verður til hvaða aðgerða gripið verður á hverri stofn­un. Funda­áætl­un­in verður aug­lýst síðar, seg­ir í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Ef­ast um að Land­spít­ali og Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri getið tekið við auknu álagi

„Stjórn Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga (Fíh) mót­mæl­ir harðlega þeim mikla og ómark­vissa niður­skurði á heil­brigðis­stofn­un­um sem boðaður er í frum­varpi til fjár­laga 2011.

Stjórn­in var­ar við þeim al­var­legu af­leiðing­um sem svo mikl­ar og bráðar breyt­ing­ar á heil­brigðisþjón­ust­unni munu hafa fyr­ir alla lands­menn. For­stöðumenn heil­brigðis­stofn­an­anna hafa ekki verið hafðir með í ráðum í und­ir­bún­ingi þess­ar­ar kerf­is­breyt­ing­ar hvað þá held­ur Fé­lag ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga, sem er þó lang fjöl­menn­asta fag- og stétt­ar­fé­lag heil­brigðis­stétta.

Að mati stjórn­ar Fíh er alls óljóst hvort Land­spít­ali og Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri geti tekið við þeim auknu verk­efn­um sem þangað er beint. Þá tel­ur stjórn­in að sparnaður­inn af því að flytja verk­efni frá lands­byggðar­sjúkra­hús­um til há­tækni­sjúkra­hús­anna sé með öllu óviss.

Stjórn­in var­ar einnig við þeim sam­fé­lags­legu áhrif­um sem svo mik­ill niður­skurður á heil­brigðisþjón­ustu mun hafa. Öryggi íbú­anna verður ógnað. Heil­brigðis­stofn­an­ir eru fjöl­menn­ir vinnustaðir í hverju byggðarlagi og ljóst að fjöldi starfs­manna, ekki síst kvenna, mun missa vinnu sína ef svo hart verður gengið fram í niður­skurði eins og boðað er".
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka