Hættu við að loka sambýli eftir mótmæli

Hagsmunasamtök fatlaðra segja fjárlagafrumvarpið skerða mannréttindi.
Hagsmunasamtök fatlaðra segja fjárlagafrumvarpið skerða mannréttindi. mbl.is/Sverrir

Í gær var hætt við lokun sambýlis fyrir ungt, þroskahamlað fólk í Reykjavík vegna harðra mótmæla foreldra þeirra og aðstandenda. Enn stendur þó til að loka sambýlinu að Mýrarási, þar sem búa nokkrir aldraðir einstaklingar.

Hildur Þórisdóttir forstöðumaður sambýlisins segir í Morgunblaðinu í dag, að íbúarnir á Mýrarási eigi sér enga öfluga talsmenn. „Þetta er fólk á aldrinum 64 til 75 ára, fólk sem er búið að upplifa tímana tvenna og mikla sorg og nú á að raska ró þess aftur, bæði með því að láta það flytja og svipta það umgengni við fólk sem það þekkir.“

Starfsfólki sambýlisins hefur verið sagt upp og því ljóst að starfseminni verður hætt innan þriggja mánaða, eða í síðasta lagi um jólin. Hildur segir óvissuna afar erfiða fyrir íbúana. „Þau vita ekkert hvert þau eiga að fara en það eru allar líkur á því að þau fari öll hvert í sína áttina.“ Til stendur að skerða framlög til málefna fatlaðra um hálfan milljarð. Öryrkjabandalagið segir að málaflokkurinn hafi líka verið í fjársvelti í góðærinu og með niðurskurðinum séu mannréttindi fatlaðra skert. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka fatlaðra segja að þetta sé reiðarslag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert