Ísland aftur á alþjóðamarkaði

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra mbl.is/RAX

„Trúin á fjárhagslegan styrk íslenskra fyrirtækja er að aukast á ný, þannig að ríkið snýr aftur á alþjóðlega lánsfjármarkaði á næstunni,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtalið við þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung.

Aðspurður segir Steingrímur að unnið sé að undirbúningi útgáfu íslenskra ríkisskuldabréfa á alþjóðlegum mörkuðum. "Hluti undirbúningsins felst í því að hægt sé að aflétta gjaldeyrishöftum og að við aukum stöðugleika og trúverðugleika hagkerfisins," er haft eftir Steingrími.

Fjármálaráðherra segir mikilvægan áfanga hafa náðst með skuldabréfaútgáfu Landsvirkjunar á dögunum, en hún var gerð í bandaríkjadölum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert