Málþing VG um umhverfismál

Frá Borgarnesi.
Frá Borgarnesi. mbl.is/Theodór

Fyrsta mál­efnaþingið af fjór­um, á veg­um Vinstri-Grænna fór fram í Borg­ar­nesi í dag, og var viðfangs­efnið að þessu sinni um­hverf­is­mál. 

„Katrín Jak­obs­dótt­ir, vara­formaður Vinstri grænna,  hóf þingið á því að fara yfir stefnu hreyf­ing­ar­inn­ar í um­hverf­is­mál­um, Græna framtíð. Í kjöl­far henn­ar kom Svandís Svavars­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, og rakti hvernig gengið hefði að koma stefn­unni í fram­kvæmd í henn­ar ráðuneyti og rík­is­stjórn­inni al­mennt. Afar fróðlegt var að sjá hversu mikið og gott starf verið er að vinna inn­an ráðuneyt­is henn­ar, m.a. varðandi inn­leiðingu Árós­ar­samn­ings­ins sem mun verða mik­il rétt­ar­bót fyr­ir al­menn­ing í þeim mál­um sem varða nátt­úr­una og um­hverfið,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Svandís Svavars­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, lagði áherslu á mik­il­vægi þess að Vinstri-græn stjórnaði mála­flokkn­um. 

„Það er mik­il spenna sem skap­ast í sam­fé­lag­inu þegar  um­hverf­is­mál fara að taka aukið rými. Skipt­ir máli hver stjórn­ar?  Í þess­um mála­flokki er það al­gjört grund­vall­ar­atriði að Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð stjórni og nái að koma þess­um mála­flokki í skjól und­an ráðandi öfl­um nýt­ing­ar og gróðasjón­ar­miða,“ sagði Svandís.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka