Rúmlega 250 manns mættu á íbúafund í dag á Selfossi sem Sveitarfélagið Árborg boðaði til vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjárlögum til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þetta kemur fram í frétt á vefnum Sunnlenska.
Fjölmargir stigu á stokk og lýstu skoðun sinni á því ástandi sem vofir yfir á Suðurlandi. Óskar Reykdalsson, lækningaforstjóri á HSu, fór yfir staðreyndir málsins og hjá honum kom m.a. fram að til þessar tillögur gætu gengið upp þyrfti HSu að taka við minna veikum sjúklingum og sinna þeim minna. Fæðingarþjónusta myndi flytjast til Reykjavíkur en á meðgöngunni nálgast hver móðir þjónustu á HSu tuttugu sinnum. Sú yfirfærsla til Reykjavíkur myndi þýða 26.000 ferðir verðandi mæðra yfir Hellisheiðina.