Ný verkefnisstjórn taki við völdum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það þurfi að leggja grunn að nýrri þjóðfélagssátt og leggur til að mynduð verði ný ríkisstjórn um afmörkuð verkefni sem starfi í tiltekinn tíma.

„Það þarf að leggja grunn að nýrri þjóðfélagssátt. Vandinn við það er hve ólíkar leiðir flokkarnir á þingi vilja fara en mér finnst vel koma til greina að hér verði mynduð ný ríkisstjórn, verkefnisstjórn um skýrt afmörkuð verkefni sem starfi í tiltekinn tíma meðan við erum að greiða úr mesta vandanum. Við vinnum best að þjóðarhag með slíku verklagi við þessar aðstæður.“

Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi fengið í vöggugjöf ríkan skilning á því að hún væri að takast á við erfitt verkefni. Henni hafi hins vegar mistekist. „Sú reiði sem birtist mér í mótmælunum á Austurvelli segir mér að fólk sér engan árangur. Fólk er byrjað að tapa von og trú á framtíðina. Það er eitt meginhlutverk stjórnvalda hverju sinni að skapa slíka von við erfiðar aðstæður, draga upp mynd af framtíðinni sem fólk trúir á og síðast en ekki síst að skila einhverjum árangri.“

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að endurnýja tillögur sínar í efnahagsmálum sem snúa að því að efla atvinnulífið, bæta stöðu heimilanna, lækka skatta og skapa atvinnulífinu traustari grundvöll. Bjarni segir í samtali í Morgunblaðinu í dag, að atvinnusköpun sé stærsta velferðarmálið núna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert