Óttast að einkaflug leggist af á Íslandi

Arngrímur Jóhannsson býr sig hér undir að fljúga Dornier vél …
Arngrímur Jóhannsson býr sig hér undir að fljúga Dornier vél sinni. mbl.is/Skapti

Arngrímur Jóhannsson, forseti Flugmálafélags Íslands, óttast að almannaflug, gjarnan kallað einkaflug, leggist af hér á landi í nánustu framtíð vegna reglugerða frá Flugöryggisstofnun Evrópu.

Mjög kostnaðarsamt og tímafrekt sé að fara eftir þeim, en flugöryggi aukist alls ekki. Hann gagnrýnir að íslensk samgönguyfirvöld telji sig knúin til að fylgja umræddum reglum út í ystu æsar þó svo skýrt sé tekið fram að varðandi ákveðnar vélar skuli þessar reglur ekki gilda. „Með þessu er gerð gróf atlaga að almannaflugi,“ segir Arngrímur í samtali í Sunnudagsmogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert