Brynjar: Hættið að gefa óraunhæfar væntingar

Brynjar Nielsson, formaður Lögmannafélags Íslands
Brynjar Nielsson, formaður Lögmannafélags Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Brynj­ar Niels­son, formaður Lög­manna­fé­lags Íslands, seg­ir að hætta verði að gefa al­menn­ingi óraun­hæf­ar vænt­ing­ar um al­menn­ar niður­fell­ing­ar á skuld­um á kostnað annarra. Þetta kem­ur fram í pistli lög­manns­ins á Press­unni.

Hann seg­ir að við banka- og gjald­miðlahrunið í októ­ber 2008 var óhjá­kvæmi­legt að  víðtækt skulda­upp­gjör við ein­stak­linga og fyr­ir­tæki færi fram.  Af­leiðing­ar slíks upp­gjörs eru þær að af­skrifa þarf skuld­ir í kjöl­far nauðasamn­inga eða gjaldþrots enda dreg­ur eng­inn tenn­ur úr tann­laus­um kjafti.

Að sögn Brynj­ars hef­ur rík­is­sjóður eng­an áhuga á því að af­skrifa ótryggðar skatt­kröf­ur eða aðrar op­in­ber­ar kröf­ur,  þrátt fyr­ir að þær myndu aug­ljós­lega falla niður við gjaldþrot. 

Hækk­un íbúðarlána er senni­lega ekki meiri nú en var hjá þorra íbúðar­eig­enda sem tóku lán á mis­geng­is­ár­un­um up­p­úr 1980 þegar verðbólg­an rauk upp úr öllu valdi. Má því ætla að flest­ir, sem eru með eign­ir sín­ar í nauðung­ar­sölumeðferð, skuldi meira en bara íbúðarlán, t.d. op­in­ber gjöld og ýmis neyslu­lán. Upp­gjör hjá því fólki þarf að fara fram og af­skrifa sem útaf stend­ur.

Sama á við um fyr­ir­tæk­in.  Það greiðir eng­inn meira en hann get­ur og það sem útaf stend­ur er því af­skrifað, annað hvort með form­legri gjaldþrotameðferð eða niður­fell­ingu hjá þeim fyr­ir­tækj­um sem eru líf­væn­leg. Það er því mik­ill mis­skiln­ing­ur hjá mörg­um fjöl­miðlamönn­um, stjórn­mála­mönn­um og for­svars­mönn­um allra þess­ara skuld­ara­fé­laga að með af­skrift­um lána­stofn­ana á skuld­um fyr­ir­tækja sé verið að velta skuld­un­um yfir á al­menn­ing.

Við þurf­um því að ein­falda þetta skulda­upp­gjör og klára það sem allra fyrst. Það þurfa all­ir að vera með, líka rík­is­sjóður," skrif­ar Brynj­ar.

Sjá pist­il­inn í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert