„Ekki í ætt við stefnu VG“

Stjórn Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Skagafirði mótmælir harðlega niðurskurði í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.

Í yfirlýsingu frá félaginu segir að óverjandi sé að flokkar, sem kenna sig við félagshyggju ráðist með slíkum hætti að velferðarkerfi þjóðarinnar. Gísli Árnason, formaður svæðisfélagsins, segir að fyrirhugað fjárlagafrumvarp sé síður en svo í ætt við stefnu Vinstri grænna.

„Okkur sýnist takmarkaður þjóðhagslegur ávinningur vera fólginn í þessu, “segir Gísli. „Einhversstaðar verður að veita þessa þjónustu.“

Gísli segir að með þessum frumvarpinu sé alvarlega vegið að búsetugrundvelli  heilla landssvæða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka