Forsetinn fagnar með strákunum

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í kvöld U21 landsliðinu í knattspyrnu hamingjuóskir í tilefni af frækilegum útisigri á Skotum í Skotlandi, 1:2. Úrslitin séu merkur áfangi í sögu íslenskrar knattspyrnu.

Ísland vann rimmuna samanlagt 4:2 og er komið í úrslitakeppni EM.

Tilkynning skrifstofu forsetaembættisins vegna árangurs strákanna er svohljóðandi:

„Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í kvöld sent U21 landsliðinu í knattspyrnu hamingjuóskir í tilefni af frækilegum sigri. Það sé merkur áfangi í sögu íslenskrar knattspyrnu þegar karlalandslið vinnur sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni Evrópumótsins; gleðistund fyrir íþróttahreyfinguna og þjóðina alla.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert